Unnið með kærleik til góðra nota
Við hjá Artrúnu trúum því að lífið sé stöðugt ferðalag lærdóms og sköpunar. Nafnið okkar, Lifum & lærum, endurspeglar þá sannfæringu að við séum aldrei fullmótuð; við erum eins og leirinn á rennibekknum, í sífelldri þróun.
Hvort sem þú heldur á handgerðri krús, situr námskeið hjá okkur eða nýtir þér markþjálfun, er kærleikurinn til staðar – til góðra nota.
Mótuð af höndum (Keramik)
Í keramikinu finnum við jarðtengingu. Hver hlutur er handgerður af alúð, með það að markmiði að færa fegurð og næringu inn í hversdaginn. Handverkið minnir okkur á gildi þess að hægja á okkur, finna snertinguna og búa til eitthvað varanlegt úr náttúrulegum efnum.
Mótuð af huga (Námskeið og Markþjálfun)
Hugverkið okkar snýst um að hlúa að innra sjálfinu. Með reynslu af kynjafræði, markþjálfun og persónulegum áskorunum á borð við hormónabreytingar og áföll, bjóðum við upp á verkfæri til að ná aftur tengingu við eigin líkama.
Keramik
Hjá Artrúnu er á hverri stundu til lager af handgerðum bollum, Lífsins tré veggplöttum, uglustyttum og skálum. Einnig koma reglulega inn nýjar vörur. Það er hægt að panta en það þarf að hafa í huga að sérpantanir geta tekið einhverjar vikur í framleiðslu.
Námskeið - Sjálfsnám
Námskeiðið Sjálfsmildi, sjálfsstyrking og hormónar er vinsælasta námskeiðið okkar. Við kennum þér að þekkja muninn á „bensíngjöf“ og „bremsu“ taugakerfisins. Með sjálfsmildi og jafningjastuðningi sköpum við rými þar sem konur geta deilt reynslu sinni, fræðst um áhrif hormóna eins og estrógens og kortisóls, og fundið jafnvægið á ný. Námskeiðið er byggt upp sem sjálfsnám, þú færð aðgang að hljóðskrám, pdf skjölum, gátlistum og styttri verkefnum. Allt miðar þetta að því að styrkja þig í þinni vegferð, á þínum hraða.
Markþjálfun
Við bjóðum líka upp á einstaklingsmiðaða markþjálfun. Við markþjálfunina er annars vegar hægt að óska eftir Ikigai nálgun - Hver stund er núna og hver stund er dýrmæt, eða markþjálfun sem miðar við að endurnýja tengsl við líkama sinn eftir miklar breytingar.
Beyond the ordinary
This is where our journey begins. Get to know our business and what we do, and how we're committed to quality and great service. Join us as we grow and succeed together. We're glad you're here to be a part of our story.